Það er draumur margra foreldra að láta taka mynd af ungviðinu með jólasveininum og fylgir draumnum að eiga mynd af því eins árs, tveggja ára, þriggja og svo áfram.
Mæður jafnt sem feður (aðallega mæður samt) hlaupa í IKEA, Kringluna, Smáralindina með barnið í fanginu ofurspennt yfir auglýstri myndatöku meðan barnið er algjörlega grunlaust um hvað framundan er.
Með spenning í maganum (hjá foreldrunum) kemur að stundinni þar sem jólasveinninn og ungviðið hittast og foreldrarnir sjá fyrir sér þæga prúða barnið sitt setja upp sitt fegursta bros og segja “sís”.
Annað kemur svo á daginn þegar jólasveinninn og ungviðið hittast, þá byrjar sko ballið.
Barnið fer að hágráta og mamman fer að láta eins og fífl fyrir framan það: “Sjáðu jólaveininn, hann er svo góður” eins og barnið sjái ekki sveininn, það er hágraátandi, var verið að setja það í fangið á stórum karlmanni í rauðum fötum með hvítt skegg.
Mamma heldur samt áfram með fíflalætin, hoppar og skoppar en ekkert gengur sem er engin furða þar sem …
BARNIÐ ER HRÆTT VIÐ JÓLASVEININN!
Að því sögðu langar mig að biðja þá sem taka þetta til sín að hætta að pína blessuð börnin sem óttast jólasveina. Það verður bara að sætta sig við það.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.