Fatahönnuðurinn Donna Karan átti ekki í vandræðum með að smala til sín frægu og flottu fólki þegar hún hélt góðgjörðarsamkomu til styrktar íbúum Haiti á dögunum.
Fremstur meðal jafningja var fyrrum Bandaríkjaforsetinn Bill Cliton en sá segist enn þakka Donnu Karan góðan árangur í stjórnmálum. Í raun segir hann að enginn hafi tekið almenninlega mark á sér fyrr en Donna rétti honum réttu jakkafötin. Sætt hrós.
Að sögn viðstaddra gerði hann sér far um að heilsa upp á flesta og varð enginn ósnortin af nærveru hans en Bill ræddi meðal annars umhverfisvernd og menntamál.
Meðan góðra gesta voru t.d. Uma Thurman, Sarah Jessica Parker, Keith Richards og Robert De Niro. Og auðvitað voru allir bæði elegant og lekkerir. Skemmtilegar myndir fegnar frá style.com
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.