Róleg og ljúf stemmning var í miðbænum miðpart dagsins á 17 júní og áberandi hvað fólk var í góðu skapi, mikið um brosandi andlilt og káta íslendinga.
Sjálf stoppaði ég stutt en gat hreinlega ekki stillt mig um að smella nokkrum myndum af því sem fyrir augu bar. Auðvitað var það fatnaðurinn sem ég tók hvað helst eftir en áberandi voru mosagrænir jakkar, leðurstuttbuxur og mér fannst sérlega gaman að sjá hvað margar konur klæddust þjóðbúningnum okkar á þessum góða degi.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.