“Fashion is Always Uncomfortable. When you get comfortable, you never get the look”.
Anna Dello Russo
Anna Dello Russo er litríkur karakter með risatstóran fataskáp. Hún starfar sem ritstýra Vogue í Japan, er með gráðu í ítölskum bókmenntum -og sögu listarinnar frá Domus Akademíuunni í Milanó.
Anna er þekkt fyrir að vera með mikla ástríðu fyrir tískunni og er “tískufíkill” að eigin sögn. Hún er einnig mikill safnari og á yfir 4000 pör af skóm. Hún er greinilega á ofurlaunum hjá Vogue því hún hefur keypt sér aðra íbúð fyrir fötin!! Skóna geymir hún í skókössum og er í raun með skósafn í stað bókasafns, íbúð hennar er full af hátískufatnaði og fylgihlutum sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin.
Hún var spurð í viðtali við NYTimes hvort hún ætti kærasta? „Já, við búum hinsvegar ekki saman, ekkert pláss fyrir hann út af fatnaðinum“.
Getur lesið allt viðtalið HÉR.
Skórnir sem Anna dansar í á vídeóinu eru þess virði til að skoða nánar.
[youtube width=”525″ height=”444″]http://www.youtube.com/watch?v=K5M8VbX5gEA[/youtube]Uppáhöldin hennar Önnu
1. Hundurinn minn, Cicciolina
2. Myndir eftir listamanninn / ljósmyndarann Rondinone
3. Myndin fyrir ofan rúmið mitt af Deborah Turbeville
4. Fendi ‘Baguette’ töskusafnið mitt.
5. Gyllti kjóllinn minn frá Dolce & Gabbana
6. Hnésokka safnið mitt
7. Bókin ‘A Wonderful Life’ eftir Slim Aarons
8. Mandala frá Indlandi “in my Yogashala”
9. Glerhillunar mínar með glitrandi skóm
10. Bvlgari Turbo Gas úrið mitt
11. Allt sem ég hef safnað…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.