Fáir hafa lagt jafn mikið af mörkum í heilsuvæðingu landans og Solla Eiríks en þetta sannaðist meðal annars þegar nýr Gló veitingastaður var opnaður í Hæðarsmára 6, Kópavogi í vikunni.
Boðið var upp á léttar Gló-veitingar og gestir fengu að berja augum stóra kaldpressu í aksjón, þá einu sinnar tegundar hér á landi. Eitt helsta heilsuæðið víða um heim um þessar mundir eru kaldpressaðir safar og olíur og gat fólk nú loks fengið að sjá hvernig pressunin fer fram. Kaldpressaðar olíur hafa um nokkurn tíma notið vinsælda hér á landi en þetta var í fyrsta sinn sem boðið var upp á kaldpressaða safa.
Það var margt um manninn enda er Gló einn vinsælasti veitingastaður landsins sem sérhæfir sig í hollustufæði. Við þekkjum slatta, en ekki alla, á þessum myndum og höfum því ekki fyrir því að nafngreina mannskapinn en þú kannast kannski við einhver andlit.
Hér er Gló í Hæðarsmára á Facebook. Gerðu like og hakaðu við Get Notifications til að fá heitar heilsufréttir í fréttaveituna þína á Facebook.
Okkar uppáhalds er auðvitað andlitið hennar Sollu sem jafnframt er orðin einn helsti breytingaskeiðsheilsuráðgjafi íslenskra kvenna en þær Tobba táningslega hafa verið iðnar að halda skemmtileg konukvöld síðustu misseri þar sem konur eru fræddar um undraheima breytingaraldursins. Nóg um það…
Njóttu myndanna. Þetta er með hressasta fólki landsins!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.