Eitt af því sem íslendingar eiga umfram aðrar þjóðir er nóg af heitu vatni.
Þessvegna eru sundlaugar í öllum hverfum og öll getum við notið þess að styrkja heilsuna og njóta þeirrar andlegu næringar sem felst í því að fljóta um í notalegu vatninu.
Margir hafa svo heita potta í garðinum eða á pallinum en hvers vegna ekki að gera litlar sundlaugar? Ég reikna með því að steypan sé jafn endingargóð og plastið þegar kemur að þessu, svo geta þær litið alveg frábærlega fallega út!
Hjá BM Vallá er hægt að fá fyrirfram gerðar einingar sem má panta eftir smag og behag með aðstoð hönnuðar. Þú velur bara þá stærð sem hentar þér og þínum. Svo má leggja laugina með mósaík eða náttúrusteinum eða hafa steypuna bara hráa.
Eins og sjá má á þessum myndum er töluvert meiri fjölbreytini í gangi á þeim en það sem tíðkast hér á skeri á. Persónulega finnst mér palla-dellan á íslandi full mikið af því góða og skora á fólk í framkvæmdahug að leyfa sér að fara aðeins út fyrir þann ramma. Einnig að leyfa gróðri að njóta sín í bland við steypu og pallaefni. Steinahleðslur eru líka mjög fallegar og um að gera að kynna sér úrvalið af því sem þar er í boði.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.