Hver kannast ekki við það að rölta framhjá verslunum og sjá einhvern virkilega flottan kjól á gínu sem er í raun oftast langt frá því að vera í eðlilegum hlutföllum miðað við okkur sjálf?
Pro Infirmis eru samtök fyrir fatlaða en fyrr á þessu ári birtu þau myndband sem greinir frá því þegar þau ákváðu að láta framleiða gínur eftir alvöru fólki sem glímir við mismunandi líkamlegar fatlanir.
Mér finnst þetta framtak þeirra alveg hreint magnað enda erum við öll falleg og frábær eins og við erum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=E8umFV69fNg[/youtube]
Sjálf er ég búin að horfa á þetta nokkrum sinnum og finnst þetta alltaf jafn dásamlegt myndband.
Greinina má lesa hér.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.