Sumt fólk vill meina að ‘útlitið skipti ekki máli’. Allir hafa auðvitað rétt á sinni skoðun en skoðun okkar á Pjattinu er auðvitað þvert á þessa.
Annars stæðum við varla undir nafni sem ‘Pjattrófur?’ 😉
Hér má sjá hreint dásamlegt myndband af fyrrum hermanni sem er tekin í allsherjar yfirhalningu af hárgreiðslukonu og stílista. Hann er snurfussaður til, klipptur og rakaður og klæddur í ný jakkaföt.
Þessi ágæti maður hafði árum saman verið heimilislaus og glímt við áfengissýki án þess að gera neitt róttækt í sínum málum. Eftir þessa útlitsmeðferð hjá Degage Ministries fór hann í fyrsta sinn að sækja AA fundi og fékk úthlutað heimili hjá félagsmálayfirvöldum sem leiddi svo fleira gott af sér í hans lífi. Þannig má segja að þessi útlitsbreyting hafi markað upphafið á öðrum róttækum breytingum hjá honum.
Degage Minstries eru óháð hjálparsamtök í Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í að aðstoða heimilislausa karla og konur við að koma lífi sínu í skorður.
En sjón er sögu ríkari og hreint stórkostlegt að sjá hversu miklar breytingar er hægt að gera á einum manni, aðeins með því að snyrta hann svolítið til.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=6a6VVncgHcY[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.