Þessi fallegi hópur nútímadansara framkvæmir hér dansverk sem er töfrum líkast.
Myndin er eftir leikstjórann Luke White (Tell No One). Remi Weekes kom einnig að gerð myndarinnar sem heitir Mine.
Hér sérðu dansarana í fötum frá m.a. Louis Vuitton, Kenzo, La Perla, Maison Martin Margiela og Bottega Veneta en stílistinn, Agata Belcen, vildi að þau væru klædd í flíkur sem tjáðu tilfinningar.
Myndbandið er frábært fyrir margar sakir en meðal annars geturðu smellt á það sem þér líkar á skjánum og þá sérðu litla tölu birtast í hægra horninu niðri. Í lokin geturðu svo farið yfir þetta og þá kemur fram í hvaða fötum dansararnir eru og sitthvað fleira.
Algjör snilld!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.