Vinsælasta tískublogg heims er án efa The Sartorialist en bloggarinn á bak við það er hinn fjallmyndarlegi Scott Schuman.
Scott þessi var þaulreyndur í tískubransanum og hafði m.a. unnið við markaðsdeildir stórra framleiðenda á borð við Valentino þegar hann sneri sér að ljósmyndun og fór að mynda það sem sá á götum New York.
Mig langaði að mynda fólk sem mér fannst flott.
Eftir árársirnar 11 september urðu straumhvörf í lífi hans sem urðu til þess að hann ákvað að hætta því sem hann var að gera og snúa sér heldur að uppeldi dóttur sinnar og öðrum mikilvægum málum. Hann skildi myndavélina aldrei við sig og fljótlega fór hann að birta afraksturinn á netinu en bloggsíðan opnaði á blogspot árið 2005.
Síðan hefur hróður hans aukist með hverjum mánuðinum og nú er svo komið að Scott og The Sartorialist eru meðal sterkustu áhrifavalda á tísku og tískustrauma nútímans.
Hér er skemmtilegt myndband sem sýnir Scott við störf sín á götum stórborgarinnar.
Og hér eru svo sýnishorn af fallegu myndunum hans…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.