Það er ekki á hvers manns færi að kaupa sér Dior kjól, þó slík flík sé eflaust á óskalista margra kvenna.
Verð endurspeglar þó oft gæði vörunnar og vinnuna sem býr að baki. Þetta myndband gefur einmitt innsýn í þá gríðarlega miklu vinnu sem býr að baki hverjum Dior kjól og það er greinilega rík ástæða á bak við að þetta kostar sitt.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=1mihmTwi-rg[/youtube]
Um er að ræða smækkaða útgáfu af kjól úr couture línu Dior frá árinu 1949.
Skemmtilegt að sjá myndbandsbrot af því hvernig þessi fallegi kjóll verður til!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com