Ég fékk gæsahúð við að horfa á þetta myndband!
Hér sjáum við kvenkyns hlébarða ráðast á bavíana og drepa en þegar hún uppgötvar nýfætt kríli hangandi í apanum missir hún áhuga á bráðinni og snýr sér að litla apakrílinu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=j9DOxH5RyWQ[/youtube]
Hér sést hversu sterkt afl verndartilfinningin yfir því smáa getur verið og einnig hvernig öll spendýr geta tengst ákaflega sterkum böndum sama af hvaða tegund þau eru. Þá sérstaklega ef þau eru ung við fyrstu kynni.
Þetta á við bæði um menn, hesta, hunda og ketti sem og önnur spendýr á okkar fallegu jörð. Við getum öll verið vinir líka.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.