Ég er ekki mikið fyrir ameríska öfga og hollívúdd-væmni. Mig langaði t.d. ekki að fjalla um fötin á Grammys vegna þess að ég fékk aulahroll þegar ég sá athyglissjúkar stjörnur í skrípa-fötum á rauða dreglinum og Jennifer Hudson taka “I will always love you”..
En ég get ekki neitað að mér fannst últra-mega- Superbowl- geðveikin hennar Madonnu um daginn klikkað flott!
Mér fannst búningarnir æði og sýningin, þrátt fyrir gífurlega öfga, ótrúlega flott, – fékk meira segja gæsahúð! Ég var ekki hissa að komast að því að einn uppáhaldshönnuður minn og snillingur allra tíma Riccardo Tisci hannaði þessa svakalegu búninga. Riccardo er yfirhönnuður Givenchy tískuhússins og framleiðir ár eftir ár Haute Couture línu sem er ekkert annað en guðdómleg sköpunarverk.
Riccardo Tisci tjáir sig hér við V magazine um Madonnu og Superbowl búningana.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ROkhklj0ZGs[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.