Eins og við vitum er eitthvað hálf bogið við líf og störf Disney prinsessa í dag…
Á 21.öldinni gengur það bara ekki að bíða eftir því að ‘prinsinn’ komi og bjargi þér, þú verður jú að kunna að bjarga þér sjálf til að vera frjáls kona í flóknum heimi. Það eru ekki gerðar Disneymyndir um barneignir og afborganir á reikningum, svo ekki sé minnst á framhjáhald, fyllerí og annað vesen sem margar prinsessur þurfa að díla við í samböndum sínum eftir að búið er að setja upp hringa.
Við rákumst á þetta skemmtilega myndband þar sem vinkona okkar úr Frozen metur stöðuna sem svo að það sé best að hætta bara þessu strákastandi og hún hvetur aðrar prinsessur til að gera slíkt hið sama en rúmlega sex milljónir hafa skoðað þessa fínu paródíu… Áfram prinsessur!
[youtube]http://youtu.be/CtyOC6ayKoU[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.