Nú fyrr á árinu var hópur óþekktra hjólamanna sem hellti um 5oo lítrum af málningu (vatnsuppleysanlegri og vistvænni) á nokkra staði á stórum gatnamótum í Berlín.
Þetta átti sér stað á háannatíma í þó nokkuð mikilli umferð. Allir bílarnir sem áttu leið um gatnamótin voru þá orðnir hálfgerðir penslar sem máluðu gatnamótin í mismunandi litum.
Frekar sniðugt myndi ég segja, kíkið á myndbandið fyrir neðan:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=N1AHBZybjW4[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.