Um daginn birtum við flott myndband þar sem Egill hárgreiðslumaður sýndi okkur hvernig er hægt að nota hárblásarann og krulluvörur frá Trevor Sorbie til að kalla fram mjög náttúrulegar og flottar krullur í hárið.
Eftir það tók hann lokkana og bjó til mjög flotta fiskifléttu en þetta lúkk hefur verið vinsælt á sýningarpöllunum undanfarið.
Til að gera fiskifléttu í fyrsta sinn er um að gera að æfa sig bara í smá stund. Það er mjög gott að hafa liði í hárinu áður en það er fléttað svona af því þá verður auðveldara að flétta.
Að gera fiskifléttu er ekkert mál, alveg eins og venjuleg flétta nema hér skiptir þú hárinu í tvennt, tekur svo lítinn lokk úr hægri partinum , færir yfir á vinstri, og krossar svo með sama hætti frá vinstri hlið og svo koll af kolli eins og sjá má hér á myndbandinu.
Prófaðu!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_jLnghQczQE[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.