Ég rakst á þessa sniðugu og óvenjulegu auglýsingu um daginn en þetta er auglýsing fyrir nýjar vörur frá Dermablend sem eru sérstaklega hannaðar til að hylja og fela tattú…
…Auglýsingin er hér fyrir neðan en hún inniheldur frekar merkilegan og spes strák sem hefur verið kallaður Zombie Boy, margir ættu nú að kannast við hann úr Lady Gaga myndbandinu við lagið ‘Born this way‘. Áhugasamir geta lesið um hann og tattúin hans HÉR. Ef að þessar vörur ráða við að breyta zombie strák í venjulegan strák þá ættu þær að ráða við að hylja hvaða ‘trampstamp’ og ‘x-kærasta nöfn’ sem er.
Ég verð að segja að þetta er mjög flott leið til að auglýsa snyrtivörur en takið eftir ‘harða’ svipnum sem hann keppist við að halda út í gegnum myndbandið. Smá fyndið að horfa á mann með ‘ég ætla að fokka þér upp’ svip að nudda bringuna sína með sápu-svamp.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DhETFvPYDbI[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.