Ég rakst á þessu fallegu og krafmiklu auglýsingaherferð frá Dove sem mig langar að deila með þér.
Myndbandið er í raun félagsleg tilraun á konum frá mismunandi stöðum í heiminum, þeim er stillt upp til að velja á milli þess hvort þær telja sig fallegar eða venjulegar með því að láta þær velja sér hurð til að labba í gegnum. Mismunandi var hvort merktu hurðirnar voru inngangar á lestarstöðvum eða öðrum sambærilegum stöðum þar sem margt fólk fer í gegnum á degi hverjum. Herferðin gengur undir hashtagginu #choosebeautiful eða „veldufegurð“.
Ég mæli með því að þú kíkir á þetta yndislega myndband.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=7DdM-4siaQw[/youtube]
Fegurð er afstæð – Allir eru fallegir!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.