Það er sagt að til þess að eiga hlutdeild í hamingjunni sé okkur fullorðna fólkinu alveg nauðsynlegt að leika okkur reglulega og hlægja helst mikið og oft.
Ashrita Furman er í þessu samhengi dýrlingur í mínum augum því maðurinn hefur helgað líf sitt því að leika sér, fara út fyrir eigin ramma og vera glaður. Ashrita hefði í raun geta farið í hvaða fína háskóla sem var í Bandaríkjunum en í staðinn valdi hann að slá allskonar met, reka heilsubúð og vera hamingjusamur.
Nú er í bígerð heimildarmynd um þessa fallegu mannveru en ef einhver á eftir að nota hann sem karakter í kvikmynd í fullri lengd þá verður það líklegast Wes Anderson því maðurinn er eins og sprottinn úr hans höfði. Þvílíkt krútt! Horfðu á þessa stuttu mynd til enda (tekur 24 mín), ég fékk hlýtt í hjartað.
[vimeo]http://vimeo.com/79010983[/vimeo]
Myndin heitir The Record Breaker og leikstjóri hennar er Brian McGinn.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.