Ítalska leik, dans og söngkonan Rafaella Carrá er ekki fræg hér á landi en hún ætti þó að vera það og helst fyrir löngu.
70’s diskódívan Rafaella Carrá var nefninlega með hreint óborganlegan stíl þegar kom að diskódansi og hverskonar tjáningu og túlkun.
Þessi ítalska bomba (sem er enn starfandi í skemmtanabransanum og mjög fræg í latnesku ameríku, Spáni og Ítalíu) hefur sent frá sér svo mikla snilld að það er erfitt að byrja að telja. Þegar ég segi snilld þá á ég helst við stórkostlega búninga, stíliseringu og hreint kostulega dansa!
Rafaella virtist ekki vilja hafa færri en 40 karldansara með sér í hverju myndbandi og eina og eina konu af og til. Hér í myndbandi við lagið AFRICA eru þeir til dæmis krúnurakaðir og málaðir til að líkjast svertingjum í Afríku en Rafaella virtist ekki láta það á sig fá að einhver gæti mögulega vænt hana um fordóma. Hún var bara skapandi, listræn, lét allt flakka og gerir enn…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tFpJYwPnBZE[/youtube]
Rafaella Carrá var fyrsta sjónvarpskonan á Ítalíu sem sýndi á sér naflann á skjánum og hlaut fyrir vikið skammir frá Vatíkaninu. Síðan hefur nekt kvenna í ítölsku sjónvarpi aukist svo um munar og eiginlega komið svo langt að um er að ræða hálf undarlegt fyrirbæri sem hefur hlotið mikla gagnrýni. En það er önnur saga…
Hér er Rafaella í ítölsku sjónvarpi fyrir um 40 árum… og ekkert að skafa af því. Ef ég væri með sjónvarpsþátt þá myndi hann líka byrja á sambærilegu stefi: Ég skoppandi í miðjunni og 40 dansarar til beggja handa sem hrópa nafn mitt af og til í tæpar 8 mínútur. Bara lágmark.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NUkubZyvmv4[/youtube]
Og að lokum er það myndbandið við lagið Pedro. Mjóir menn í sokkabuxum og sundbolum með hatta og yfirvaraskegg, gersamlega á fleygiferð í stuðdansi. Það er erfitt að toppa þetta…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ymAHkkQhiuQ[/youtube]
Skvís er að sjálfssögðu með Facebook fan síðu þar sem um 46,000 hafa smellt á like.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.