Ungur maður að nafni Gaukur Grétuson náði alveg að slá í gegn hjá mér með bráðskemmtilegu myndbandi og kjánalegu lagi.
Kúnstnernafnið hans er GKR en áður hefur hann sett tvö lög á Youtube, þó ekki jafn fagleg og þetta. Kvikmyndatökumaðurinn sem aðstoðaði Gauk við gerð myndbandsins heitir Bjarni Felix Bjarnason (sonur íþróttafréttamannsins) en sá hefur jafnframt myndað Borgríki og fleiri góðar myndir. Gaukur sá hinsvegar um leikstjórn og myndvinnslu.
Skemmtilegt og fyndið. Hlakka til að sjá GKR gera meira. Hann gerir sér thing, já hann gerir sitt thing.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.