Undirrituð er mikill dýravinur, borðar helst ekkert kjöt og klæðist ekki pels. Það er ekki það að mér finnast pelsar ekki fallegir, mér finnast þeir dásamlegir, sérstaklega á dýrunum sjálfum.
Ég styð ekki ómannúðlega meðferð á dýrum og þurfti meira segja að hafa töluvert fyrir því að finna mér vetraúlpu með gerviloðkraga í stað marðarhundakraga eins og tíðkast á dúnúlpum. Fyrir utan að það fylgja dúnúlpum ekki upplýsingar hvaðan dúnninn kemur, hvort hann er reyttur af lifandi gæsum, sem þjást jafn mikið og ef hárið væri allt rifið af þér.
Ég fann mér vetrarúlpu frá Esprit, mjög góða, hlýja og flotta sem hefur ekki kostað neinar dýrafórnir.
Pelsar og dýravernd er mörgum hitamál, ég fæ oft allkonar útúrsnúninga, ef ég segist ekki klæðast pels -er bent á skóna mína og spurt hvort þeir séu ekki úr leðri? Skórnir mínir eru samt mjög oft gervi líka, úr pvc, fyrir utan það að mér finnst grundvallarmunur að nota leður af húsdýrum sem einnig er borðuð, heldur en loðdýrarækt þar sem villt dýr eru lokuð í litlum búrum alla ævi.
Hér að neðan er smá ádeila á tískubransann sem vakti mikla athygli á sínum tíma.
” It takes up to 40 dumb animals to make a fur coat, but only one to wear it!”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JAReEYWv9vA[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.