Ég hef lengi haft sérstakt blæti fyrir myndböndum sem sýna fólk úti í hversdagslífinu bregða í dans og sleppa sér lausu.
Til dæmis Since I left you með Avalance og Day’s Go By með Dirty Vegas. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.
Svo var ég að rekast á þetta myndband hérna með hljómsveitinni Madeon. Eitt allsherjar danslagamix. Mjög skemmtilegt og þvílíkur snilldardans!
Af hverju hittir maður ekki alltaf svona fólk á dansgólfinu þá sjaldan maður lyftir sér upp? Þetta par (og þá sérstaklega maðurinn með fína skallann sinn) myndi alveg kóróna daginn minn. Alveg æði!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=IxPbgnO81sQ[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.