Listdansskóli Íslands er metnaðafullur dansskóli þar sem hægt er að leggja stund á klassískan ballet og nútímalistdans.
Í klassískum listdansi á framhaldsbraut er kennd balletttækni með mikilli áherslu á samhæfingu, hreyfigæði, tónvísi og listræna tjáningu. Það er reynt að gera nemendur skapandi og kenna þeim gagnrýna hugsun. Einnig er þeim kennt að hafa góða heildarsýn yfir klassískan listdans.
Í nútímalistdansi á framhaldsbraut er kennd mismunandi danstækni. Það er lögð áhersla á að ná færni, hafa gagnrýna hugsun, og vera skapandi.
Ég horfði á æfingu hjá klassísku listdansbrautinni og naut þess að horfa á hverja einustu æfingu og hvert einasta dansspor.
Ég gerði myndaþátt í skólanum og fyrirsæturnar eru nemendur úr Listdansskólanum. Þær heita Marta Hlín Þorsteinsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Þær eru báðar á fyrsta ári í klassískri listdansbraut í framhaldsdeild.
MARTA
Marta hefur æft ballett frá þriggja ára aldri. Hún byrjaði í Listdansskóla Íslands 9 ára gömul og hefur æft þar í 7 ár. Mörtu finnst hún hafa lært mikið um hversu mikilvægt það er að skipuleggja sig vel. Einnig finnst henni hún hafa lært að koma fram og sýna útgeislun þegar hún dansar.
ELLEN
Ellen hefur alltaf verið að dansa eitthvað en hóf nám í listdansskólanum 13 ára og er á fjórða árinu sínu. Henni finnst hún alltaf vera að læra eitthvað nýtt og finnst gott hvað kennararnir eru duglegir að leiðrétta nemendur því það gerir mann að betri dansara.
Ballerínurnar eru báðar sammála um það að kennararnir eru mjög færir og hafa góða reynslu. Í vetur 2011- 2012 eru tveir gestakennarar við skólann, þau hjónin, James E. og Lucia Martin en þau eru frá Ameríku. Stelpunum finnst þær læra rosalega mikið af þeim, þar sem þau hafa mjög mikla reynslu af dansi. Marta og Ellen voru líka mjög ánægðar með námskeið sem fór fram í fyrra, þá komu nemendur frá dansskólanum Juliard og kenndu. Þær hlakka líka báðar alltaf til sýninga, en það er bæði jólasýning og vorsýning á hverju ári hjá listdansskólanum.
Inntökupróf fara fram í maí 2012 en einnig er tekið inn nýja nemendur um áramótin 2011 ef að þeir sýna hæfni til að koma inn í ákveðin stig í grunnskóladeildinni, eða í framhaldsdeildinni. Listdansskóli Íslands undirbýr dansara bæði fyrir atvinnumennsku í dansi og einnig fyrir frekari nám sem tengist dansi eins og danssmíði og dansfræði. Meiri upplýsingar finnur þú hér www.listdans.is
Förðun : Iðunn Jónasardóttir / Myndir og video : Heiðdís Lóa Óskarsdóttir
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=f3ECT_Y7OfI[/youtube]