[youtube]http://youtu.be/oEKYyddyuyQ[/youtube]
Hreyfihamlaðir félagar innan öryrkjabandalagsins tóku fyrir tíu árum þá ákvörðun að best væri að vinna á leiðinlegum fordómum í þeirra garð með góðum húmor.
„Við erum orðnir þreyttir á „aumingja“ stimplinum sem fylgir því að vera hreyfihamlaður. Við ætlum að koma með húmorinn inn í þetta í staðinn og í leiðinni gera hreyfihamlaða að fyrirmyndum í samfélaginu,“ segir á FB síðu þeirra kumpána.
Verkefnið, sem fékk fyrir 10 árum nafnið Götuhernaðurinn er unnið í samstarfi við Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fjallað hefur verið um það í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einnig hefur verkefnið verið tilnefnt til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem og hvatningarverðlauna Öryrkjabandalagsins.
Að þessu sögðu viljum við minna alla á að fylgja þeirra orðum, ekki láta þá valta yfir okkur og láta þá heyra það sem ekki stjórna stólum sínum vel.
Hægt er að fylgjast með þessum snillingum á oryrki.is eða á Fésbókarsíðu verkefnisins.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.