Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

MYNDBAND: Bossaæfingar með Möggu Gnarr – Jólakúlurnar upp!

„Í kjólinn fyrir jólin”!

Svona hljómaði slagorðið góða sem átti að hvetja okkur til að komast í flott form fyrir hátíðarnar. Nú er ekki seinna vænna að byrja á því verkefni, enda vel liðið á október og svo eru það nóv og des framundan með öllu sínu stússi og stressi.

Hér eru frábærar bossaæfingar sem hún Margrét Gnarr kennir okkar að gera í ítarlegu myndbandi. Fylgdu þessum aðferðum og við lofum að jólakúlurnar þínar munu lyftast upp fyrir veislurnar framundan. Þær eiga að minnsta kosti eftir að koma vel út í kjólnum!

Svo er ekki úr vegi að benda á flotta Facebook leikinn hennar Margrétar. Fjarþjálfun frá henni ætti að virka stórkostlega vel ef þú vilt koma þér í flott form sem fyrst. Hvort sem er bikiníform eða pre-jólaform 😉

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is