Ég er alveg ótrúlega gagnrýnin á allt sem ég geri og verð alltaf alveg svakalega stressuð þegar ég deili því sem ég er að gera.
Eins og ég hef sagt frá áður þá er ég alltaf svo hrædd um að fólk verði ekki nógu ánægt með myndirnar mínar, finnist þær ekki flottar og svo framvegis en ég hef verið að stíga inn í óttann og reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á mig.
Eitthvað eitt á dag
Ég setti mér markmið fyrr á árinu að reyna gera eitthvað eitt á dag sem hræðir mig, sama hversu lítið eða stórt það er og ég reyni að fylgja því samviskusamlega eftir.
Þegar ég var beðin um að blogga hér á Pjatt.is kom því ekkert annað til greina en að segja já!
Í hvert skipti sem ég geri eitthvað sem mér finnst óþægilegt eða það sem ég er hrædd við að þá öðlast ég ákveðið frelsi.
If you try, you risk failure. If you don’t, you ensure it.
Klárlega eitt af mínum uppáhalds “quote-um”. Þetta er eitthvað sem ég reyni alltaf að hafa í huga, mér finnst það gefa mér eitthvað svona “auka” til þess að stíga inn í óttann.
En nóg um þessar pælingar mínar. Mig langar til þess að deila með ykkur myndum sem ég tók í Hörpunni um daginn. Myndaþáttinn gerðum við Sigga vinkona mín/Make up by Kjerulf sem sá um förðun og hár á henni Þorgerði sem er btw drop dead gorgeous!!!
Þú sérð að ég hef unnið myndirnar með mismunandi hætti og hér fær fjölbreytileikinn að njóta sín þó að fyrirsætan sé sú sama á öllum myndunum.
Njótið!
Stjórnmálafræðingurinn Emilía Kristín er 25 ára stelpa, fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er í sambúð og móðir tveggja dásamlegra stelpna. Emilía hefur brennandi áhuga á ljósmyndun, hönnun, tísku og barnatísku og elskar allt sem glitrar. Hún er með útlandasýki á háu stigi og er helst með 2-3 utanlandsferðir í kortunum. Uppáhalds staðurinn hennar í Reykjavík er Te&kaffi í Austurstræti og hún elskar Pippó! ✌