Ég var spurð að því um daginn hvaða leikari yrði fyrir valinu ef að ég myndi fá símtal frá Hollywood, fengi tilboð um að leika í mynd og mætti velja mér mótleikara.
Svarið stóð ekki á sér. Án alls vafa myndi ég allra helst vilja leika á móti Meryl Streep. Ekki bara vegna þess að hún er góð leikkona heldur líka vegna þess að hún virkar á mig sem svo flott og heilsteypt manneskja. Manneskja sem að skilur eitthvað eftir sig og hefur góð áhrif á aðra.
Meryl er að mínu mati með æðislegan stíl. Hún er svo trú sjálfri sér og líður greinilega vel í því sem hún klæðist. Mér finnst líka gaman að fylgjast með henni á rauða dreglinum, alltaf eðlileg, afslöppuð og stundum óhefðbundin í klæðaburði.
Ég tók saman smá myndaþátt með myndum af henni frá hinum og þessum tímabilum og ég verð að segja að mér finnst enginn einn tími standa upp úr. Hún er bara alltaf glæsileg.
Tímalaus fegurð.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.