Nú fer senn að líða að vori, jafnvel þó snjórinn á Íslandi segi annað. Vortískan er a.m.k mætt í búðagluggana en mikil litagleði einkennir tískuna í ár.
Skærir litir, pastel, blár, bleikur og allur regnboginn er í boði þetta vorið. Hlébarðamynstrið heldur áfram, það er alltaf klassískt! Rokk og hippafílíngur.
Ég elska hvað tískan í dag er fjölbreytt og nánast allt er leyfilegt. Þá ættu líka allir að geta fundið eitthvað fyrir sig.
Hérna er smá brot af vortískunni:
Ljómyndari: Katrín Braga
Módel: Ásdís Eva
Förðun: Halldóra Ársælsdóttir
Stílisering: Stella Björt
Sérstakar þakkir: Sara Björnsdóttir
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.