Þetta hefur verið dramatískur dagur í dag og vetur konungur hefur m.a. séð okkur fyrir endalausum “veðurstatusum” á Facebook…
…svo fátt eitt sé nefnt. Sjálf ákvað ég klukkan 8 í morgun að drífa mig af stað á litlu skrifstofuna sem ég leigi á 18 hæð í turninum við Höfðatorg og þar ruggaði ég eins og farþegi á Titanic með fingurna á lyklaborðinu þar til ég dreif mig að ná í barnið í skólann. Gleymdi hreinlega að kveikja á veðurfréttum áður en lagt var í’ann.
Myndina hér að ofan tók ég út um gluggann á skrifstofunni um ellefu leytið. Taktu eftir trjánum sem fjúka öll í sömu áttina og hvernig skafrenningurinn dansar um Sóltúnið. Sirka sama sjónarhorn (aðeins lengra til hægri) má svo sjá hér á mynd af sólarupprásinni sem var tekin um klukkan níu árdegis fyrir þremur vikum.
Það er óhætt að segja að stundum getur verið óskaplega gaman að búa á Íslandi og dagar eins og þessi í dag geta kannski boðið upp á smá erfiðleika en þeir lifa alltaf lengst í minningunni.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.