Tískuvikan er í fullu fjöri í París þessa dagana og hér er vor- og sumarlínan frá tískuhúsi Balmain…
Langaði að deila með ykkur hvernig hönnuður þeirra; Christophe Decarnin sér næsta sumar fyrir sér en hann hefur haldið Balmain frekar ungri og ferskri í gegnum árin.
Enn og aftur þá tókst honum að halda línunni spennandi; mjög rokkuð, leður, litir, rennilásar og flottir ‘detailar’ á buxunum. Blazerjakkar með sikkrisnælum og rifnir bolir -hröð, fersk og brjáluð tíska hjá Balmain fyrir sumarið 2011.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.