Sumir eiga erfitt með að kaupa hluti sem eru praktískir og hægt að nota á marga vegu, festast í sama farinu og alltí einu er fataskápurinn fullur af alveg eins flíkum og fatavalið einhæft.
En í raun þarftu ekki að eiga svo mikið af fötum til að allt gangi upp. Það þarf bara að kunna að blanda saman og kaupa réttu flíkurnar.
Must have nr. 1, 2 og 3 ! Litli svarti kjóllinn.
Þetta eiga flestar konur að vita. Svartur, einfaldur kjóll er algjört möst. Þér þarf að líða vel í honum og sniðið þarf að henta þínum vexti. Það er hægt að nota kjólinn á svo marga vegu.
Í vinnunni við einfaldan jakka og lágbotna skó, kaffihúsaferð með vinkonu í kápu og hælum eða hvítvín og sushi í flottum sokkabuxum með rauðann varalit.
Endalausir möguleikar!
Sokkabuxur, varalitur og hálsmen
Fyrir sumar okkar er algjört möst að eiga nóg af sokkabuxum, bæði svörtum, húðlitum og nokkrar mynstraðar og litaðar. Sokkabuxur geta algjörlega breytt heildar-lúkkinu. Skartgripir eins og stór hálsmen geta líka gert mikið (það má þó ekki missa sig í því, þá endar maður eins og jólatré!
Varalitir eru einn af mínum uppáhalds “fylgihlutum”, ef þú átt varaliti í öllum regnbogans litum ertu í góðum málum. Mér finnst ég t.d. alltaf fín þegar ég set á mig rauðann varalit!
Flott kápa
Klassísk kápa er eitthvað sem allar konur verða að eiga. Það er auðvitað best að hafa hana svarta, þá eru minni líkur á að maður fái ógeð af henni oghún passar við allt! En það er líka skemmtilegt að eiga kápu í rauðu eða einhverjum fallegum lit.
Gallabuxur
Ég er ekki mikil gallabuxnatýpa en flestar konur ganga í gallabuxum og það er mjög gott að hafa eitt stykki í skápnum. Gallabuxur eru eins og litli svarti kjóllinn. Það er hægt að nota þær við allt. Vandaðu þig þegar þú kaupir gallabuxur. Vertu 100% ánægð með þær þegar þú kaupir þær, jafnvel þótt þær séu aðeins dýrari. Frú Victoria Beckham segir: “Þú átt aldrei nóg af gallabuxum”. Ég er reyndar ekki sammála, mér finnst gallabuxur bara vera gallabuxur en það eru ekki allir með sömu skoðun.
Skór
Ég ætla ekki einu sinni að reyna segja að þú þurfir bara eitt eða tvö eða jafnvel þrjú skópör. Ég held að við getum flestar verið sammála um það að við eigum aldrei nóg af skóm!
Það eina sem þú þarft að passa þig á er að kaupa ekki alltaf svipaða skó. Ef þú átt svarta hæla, þá þarftu ekki aðra svarta hælaskó. Keyptu frekar skó í öðrum lit eða með öðruvísi hæl.
Svo er nauðsynlegt að eiga lika flatbotna skó, því lets face it… Við erum manneskjur ekki persónur úr Sex and the city. Við getum ekki labbað á hælum allann daginn, alla daga!
Flottur jakki
Hvort sem það er leðurjakki, blazer, gallajakki eða annað þá er mikilvægt að eiga einn jakka sem þú fílar þig vel í.
Pils og bolir
Það er praktískt og skemmtilegt að eiga nokkur pils og boli sem þú getur blandað saman. Það er auðvitað gaman að eiga nokkra kjóla líka en pilsin eru praktískari því þú getur notað þau á mun fleirri vegu en kjóla. Svo á maður aldrei nóg af “venjulegum” bolum. Svartir, hvítir og litríkir bolir eru eitthvað sem er mjög þægilegt að eiga. Bæði notað eitt og sér með pilsi eða gallabuxum, undir skyrtur eða til að skapa “layers”.
Góður brjóstahaldari
Það er í raun alveg nóg að eiga 2 brjóstahaldara en svo vill maður nú eiga nokkra skraut-haldara líka. Góður brjóstahaldari gerir gæfumuninn og það eru allt of fáar konur sem eiga rétta haldarann. Það er hægt að fá mjög góða aðstoð við að finna réttu stærðina og hvernig hægt er að gera brjóstin sem fallegust. T.d. í La Senza, Lífstykkjabúðinni og í Debenhams.
Svo er þjóðráð að skipta út í fataskápnum reglulega. Farðu með gömlu fötin og seldu í Kolaportinu og keyptu ný fyrir gróðann. Maður fær svo oft leið á fataskápnum sínum fljótt!
Einnig er sniðugt að fá vinkonu eða fagmanneskju til að fara í gegnum skápinn og láta hana klæða þig upp!
Maður þarf stundum aðra sýn á fataskápinn og þessi sem hefur aldrei séð hann áður blandar kannski saman fötum á hátt sem þér hefði aldrei dottið í hug að gera!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.