Meðgöngufatnaðurinn frá HATCH er kvenlegur og töff, en einnig gengur að nota fötin fyrir, á meðan og eftir meðgöngu barnsins.
Mikið af þessum fatnaði á vefsíðu Hatch er brúklegur yfir daginn en einnig nógu smart og auðvelt að breyta yfir í kvöldklæðnað með rétta jakkanum, skónum og aukahlutum eins og skarti, kvöldförðun og fallegri tösku. Ég hefði gjarnan viljað eignast slá, kjól úr þessari fallegu fatalínu.
Þegar ég gekk með son minn var ég orðin frekar þreytt á öllum fatnaðinum sem þvældist fyrir í fataherberginu þegar ég var að reyna að finna eitthvað sem myndi passa yfir stækkandi bumbubúann og bossann. Lenti þá ansi mikið magn af fatnaði á hrúgu á gólfinu og á hjónarúminu sem ég þurfti síðan að ganga frá aftur þegar ég kom heim úr vinnunni. Til að vera ekki að eyða tíma í að snúa mér í hringi yfir fatnaðinum, sem passaði mér ekki lengur og þvældist bara fyrir, tók ég á það ráð að pakka öllum þeim fatnaði í glæra plastkassa og geyma í efstu hillunnum og hafði því greiðan aðgang að kjólum, bolum, peysum, jökkum og leggings sem pössuðu mér á meðgöngunni. Þetta auðveldaði lífið og sparaði tíma.
Þegar ég var búin að eiga drenginn minn, og líkaminn fór að jafna sig og ég að detta í vöxtinn minn aftur, þá var plastkassinn tekinn niður úr hillu og mér til mikillar gleði fylltist fataherbergið mitt aftur af “nýjum fatnaði”.
En fyrir þær sem hafa áhuga á fallegum meðgöngufatnaði frá Hatch þá smelltu HÉR
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.