Við gerum mörg þau stóru mistök að mæla hamingjuna í lífinu eftir þeim markmiðum sem okkur tekst, eða tekst ekki, að ná.
Hvort sem þessi markmið ganga út á að græða svo og svo mikið af peningum, eignast hitt eða þetta, eða breyta því ástandi sem við búum við með einum eða öðrum hætti.
Við reiknum semsagt með því að um leið og við erum búin að afreka eitthvað þá hljóti hamingjan að koma af sjálfu sér.
Við horfum þannig á ríka, fræga og fallega fólkið í Hollywoodfréttum á Pjattinu og höldum að það hljóti nú bara að vera mikið hamingjusamara en við sem sitjum einhversstaðar í litlu þorpi suðvesturhorninu með snakkið fyrir framan tölvuna, á leiðinni allt of seint í háttinn, eina ferðina enn.
Innlánsreikningurinn á yfirdrætti og karlinn agalega ósexý eitthvað.
“Velgengni er að fá það sem þú vilt – hamingja er að vilja það sem þú færð,” sagði leikkonan Ingrid Bergman fyrir margt löngu.
Þá væri Charlie Sheen rosalega happý
Velgengni hefur nefninlega aldrei verið mælikvarði á hamingju. Ef svo væri þá væru Alec Baldwin og Charlie Sheen meðal hamingjusömustu manna jarðar. Það sama má segja um Demi Moore, Courtney Love og Kelly Osbourne. Þau væru bókstaflega svífandi um á bleikmettuðu hamingjuskýi eilífðarinnar ef góður árangur og ‘masser av penge’ væru mælikvarðinn á hamingjuna.
Hamingja og velgengni eru algerlega sitthvort hugtakið. Sitthvort fyrirbærið. Velgengni getur þó átt sinn þátt í hamingjunni, (dæmið er kannski ekki ósvipað því að parmesanostur getur gert pastaréttinn þinn bragðmeiri, og jafnvel ögn betri – en ætti samt að vera ónauðsynlegur).
Velgengni ætti í raun alltaf að vera afleiðing hamingjunnar og sem hamingjusöm og gefandi manneskja gætir þú eflaust notið velgengni en þessu er ekki öfugt farið – Parmesanostur getur ekki bjargað hvaða pastarétti sem er, sama hvað hann er að standa sig sem parmesanostur.
Á sama hátt getur velgengni ekki framkallað hamingju.
Raunveruleg velgengni kemur hinsvegar mjög oft sem afleiðing þegar fólk gerir það sem það elskar að gera. Átta tíma á dag, – og jafnvel oftar og lengur.
Góður málari eins og Salvador Dali naut velgengni af því hann hreinlega elskaði að mála og gerði mikið af því.
Góður rithöfundur á borð við J.K Rowling nýtur velgengni af því hún elskar bara að skrifa sögurnar um Harry Potter, Oprah nýtur velgengni af því hún bara elskar fólk, elskar að tala við fólk, hjálpa fólki, elskar að gefa af sér.
Velgengni getur þannig orðið afurð þess að gera það sem maður elskar að gera og ef þú ert að gera eitthvað sem þú elskar þá ertu happý. Velgengni er markmiðið en hamingjan er leiðin þangað.
Munurinn á hamingju og velgengni
1. Velgengni er að eiga öll heimsins auðæfi; hamingjan er að hafa fólk í lífi sínu til að gleðja með aurunum.
2. Velgengni er hægt að mæla; hamingjan er ótakmörkuð.
3. Velgengni er flottur bíll; hamingjan er æðislegur bíltúr.
4. Velgengni er að leggja hart að sér; hamingjan er að njóta vinnunnar hverja mínútu.
5. Velgengni er kapphlaup; hamingjan er þetta andartak sem þú nærð markinu, aftur og aftur.
6. Velgengni er að allir vita hvað þú heitir; hamingjan er að örfáir þekkja þig með kostum og göllum – og elska þig samt.
7. Velgengni er að hafa rétt fyrir sér; hamingjan er að vera sannur/sönn (happieness is the truth).
8. Velgengni er eitthvað sem þú vinnur þér inn; hamingjan er afrek.
9. Velgengni eru verðlaun sem þú færð af því þú gerðir eitthvað; hamingjan eru verðlaun sem þú færð án áreynslu.
10. Velgengni má sjá á innistæðu á bankabók; hamingjuna er hvergi hægt að leggja inn.
11. Velgengni er að eiga einkaþotu; hamingjan er endalaust háflug.
12. Velgengni er eitthvað sem þú færð aldrei auðveldlega; hamingjan er hinsvegar aldrei erfið.
13. Velgengni felst í að fórna einhverju; af hamingju er alltaf nóg að taka.
14. Velgengni felst í stuttum svefni margar nætur; hamingjan verður aldrei þreytt.
15. Velgengni sést kannski á því að þú átt bústað og tvö heimili; hamingjan á allstaðar heima.
16. Velgengni er að eltast við drauma sína; hamingjan er að líf þitt er baaaaara draumur.
17. Velgengni er að fá lof; hamingjan er að þurfa ekkert á því að halda.
18. Velgengni er að komast á toppinn; það er hinsvegar ekkert þak á hamingjunni (like a room without a roof).
19. Velgengni er að eiga fullt af peningum; hamingjan er að þurfa þá ekki til að gleðjast.
20. Velgengni er að gera það sem þú elskar; hamingjan er að elska það sem þú gerir.
21. Velgengni er rétt handan við hornið; hamingjan er alltaf stödd á sama stað og þú.
22. Velgengni er eitthvað sem sóst er eftir; hamingjan er áunninn.
23. Velgengni er að fá allt sem þú vilt; hamingjan er að þurfa ekkert á því að halda.
24. Velgengni er eitthvað sem vekur öfund; hamingjunni er deilt með öllum.
25. Velgengni er fullkomnun; hamingjan er að elska líka hið ófullkomna.
26. Velgengni er áfangastaður; hamingjan er að njóta ferðalagsins.
Svo er bara að leggja þennan lista á minnið, brosa hringinn, vera happý og virða hvort annað kæru vinir 🙂
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=y6Sxv-sUYtM&feature=kp[/youtube]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.