Á morgun ætlar fatahönnuðurinn Mundi Vondi að frumsýna sína fyrstu stuttmynd,
Óttalegir Jólasveinar
Myndina gerir hann í samstarfi við Snorra Ásmundsson myndlistarmann en það er pjattpenninn Óli Hjörtur Ólafsson sem er meðal framleiðenda myndarinnar.
Sýningin verður í Gamla Bíó og hefst klukkan 20:00 stundvíslega en bæði fyrir og eftir sýningu verður hægt að gæða sér á jólalegum veitingum og hlusta á lifandi tónlist. Þau sem sjá um tónlistina eru Helgi Sv. Helgason, Valdimar Kolbeins, Frank Aarnink, Kjartan Guðnason, Guðbjörg H. Guðmundsdóttir, Kristín Maríella, Karl J. Bjarnason og Laufey Jensdóttir en þau munu jafnframt leika undir sýningu myndarinnar.
Það er svo hinn ástsæli pallíettupoppari Páll Óskar Hjálmtýsson sem ætlar að vera veislustjóri og halda stemmningunni uppi og þú getur keypt þér miða hérna á 1000 kall.
Athugið að myndin er bönnuð innan 16 ára og verður aðeins sýnd í þetta eina skipti í bíóinu!
[vimeo]http://vimeo.com/24870680[/vimeo]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.