Ég er mikill aðdáandi Académie. Það má með sanni segja að þessar snyrtivörur sem koma frá París eru háklassa.
Académie var stofnað 1890 af Dr. Alexandre Lamotte. Fyrirtækið hefur því í meira en öld unnið markvisst að því að nota vísindi og sérþekkingu sína til að búa til vörur sem virka.
1926 tók lyfjafræðingurinn Georges Gay við af Dr. Lamotte, andlegum læriföður sínum. Vegna metnaðar hans hefur merkið náð að halda kjarna sínum kynslóð eftir kynslóð.
Þess má geta að Gay var fyrstur til að flokka húðgerðirnar – þurr, blönduð, feit osfrv.
Hér er hægt að lesa sér meira til um merkið.
Ég hef prófað allskonar húðvörur frá Académie, má þar nefna andlitsmaska, fótaskrúbb o.fl. – Eftir situr góð tilfinning og reynsla af þessu 124 ára gamla merki.
Það nýjasta sem ég hef prófað er Body Contour Gel Concentrate.
Tilgangur gelsins er að móta línurnar og gera þær stinnari. Mesti árangurinn næst með því að nota gelið daglega á þau svæði sem þú vilt sjá mótaðri eins og upphandleggi, rass, læri, mjaðmir og maga. Þá vinnur gelið á móti og dregur úr appelsínuhúð (takk!).
Sum mótunarkrem eiga það til að vera þykk og klístrast þetta gel sker sig úr vegna þess að það er nákvæmlega ekki þannig, þetta er að mínu mati merki um gæði Académie.
Athugið að Body Contour Gel Concentrate er ekki ætlað óléttum og eða konum með börn á brjósti.
Académie samanstendur af níu vörulínum sem hver og ein hefur sitt sérkenni og mæli ég eindregið með því að þið kynnið ykkur þær (Tired Legs Gel hefur t.d. oft bjargað mér eftir langan og erfiðan dag). Vörur Académie fást á snyrtistofum um land allt.
Algjörlega frábært gel og vörur!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.