Laginu Biblíusögur á hafsbotni hefur verið líkt við að “Kyrrlátt kvöld við hafið” með Bubba Morthens og “Mér finnst rigningin góð” með Grafík hafi eignast óskilgetið barn en það er nýbylgjupoppsveitin Mosi frændi sem sendi frá sér þennan létta sumarslagara. Tilefni útgáfunnar er einfaldlega sú að veðrið er að batna og hagkerfið að opnast. “Ég er ósigrandi” hrópar Mosi í viðlaginu en í fréttatilkynningu er því velt fram að þannig hljóti flestum að líða nú þegar plágan er að ganga yfir.
Konur og karlar hvött til að hækka í græjunum og gleyma deginum
Þetta hressa lag, þar sem Mosi frændi hvetur landsmenn og -konur til að hækka í græjunum og gleyma deginum, kemur út á lítilli vínylsmáskífu sem mun fást í helstu plötubúðum vestan við Hlemm og austan við Lækjartorg. Einnig er hægt að nálgast það á Spotify ásamt fleiri lögum af breiðskífunni Aðalfundurinn. Gerið svo vel… allir glaðir!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.