Yndi okkar margra, söngvarinn Morrisey úr 80’s og 90’s bandinu Smiths glímir nú við krabbamein.
Hann hefur farið í nokkrar meðferðir við sjúkdómnum en er hvergi banginn.
Hann segist ekki hræddur við dauðann enda þurfi allir að mæta honum fyrr eða síðar.
Í viðtali við spænska blaðið El Mundo sagði hann frá því að hann sé fjórum sinnum búin að fara í aðgerðir þar sem meinsemdir hafa verið fjarlægðar en hann sé engu að síður bara góður:
“Ef ég dey þá dey ég. Og ef ég dey ekki þá dey ég ekki. Núna líður mér vel. Ég veit að ég er búinn að vera mjög veiklulegur á mörgum myndum se hafa verið teknar af mér undanfarið en þannig fara veikindi jú með mann. Ég ætla samt ekki að pæla í þessu. Ég mun hvíla mig þegar ég er dauður,” sagði söngvarinn sjarmerandi.
Morrissey er búin að glíma við margvísleg veikindi tengd krabbameininu á þessu en hann hefur bæði fengið lungnabólgu, öndunarerfiðleika og svo hefur verið skorið úr honum æxli.
Morrissey segist vera kominn á þann aldur að hann eigi bara að hætta að semja nýja tónlist. Hann ætlar sér að hætta alfarið þegar hann er búinn að koma frá sér sinni fyrstu skáldsögu.
“Ég er á þeim aldri að ég ætti fyrir löngu að vera hættur að semja tónlist. Margir klassískir tónlistarmenn dóu t.d. þegar þeir voru 34 ára og hér er ég enn og enginn veit hvað á að gera við mig. Nýju aðdáendur mínir eru margir mjög ungir sem fær mig til að halda að tónlist The Smiths eigi jafnvel enn meira erindi til fólks í dag en þegar hún var nýkomin út. Mér miðar líka vel með skáldsöguna mína en það er kannski ekki skynsamlegt að ræða hana of mikið núna þar sem hún er ekki einu sinni komin út. Hún verður væntanlega gefin út á næsta ári og ef heppninn er með mér þá get ég endanlega hætt að syngja, sem á eflaust eftir að gleðja marga!”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.