Myndband með stórleikurunum Morgan Freeman, Kevin Klein, Robert De Niro og Michael Douglas fékk mig til að hlæja upphátt!
Leikararnir eru að kynna kvikmyndina Last Vegas en þeir fara allir með hlutverk í henni. Í kvikmyndinni leika þeir æskuvini. Þegar sá síðasti í hópnum ákveður loksins að gifta sig kemur ekkert annað til greina en að halda heljarinnar steggjapartý í Las Vegas.
Í kynningarviðtali fyrir kvikmyndina ákveður fréttamaður frá “Screen Junkie” að láta leikarana fara með texta úr vinsælum lögum, meðal annars Wrecking Ball með Miley Cyrus og What Does The Fox Say með norsku grínistatvennunni Ylvis.
Það er óhætt að segja að leikararnir fara á kostum við lestur lagatextana og ég mæli með því að þú skoðir myndbandið hér að neðan.
Kvikmyndin verður frumsýnd vestanhafs þann 1.nóvember næstkomandi.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=jXSYybCVxVM[/youtube]Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig