Fyrirsætur fá tískuna beint í æð. Þær ganga sýningarpallana, eru í herferðum fyrir trend næstu árstíðar og vita því alltaf uppá hár hvað er inn og hvað er út.
Þær eru margar með ótrúlega flottann smekk utan tískupallanna.
Abbey Lee er til dæmis algjörlega með þetta á hreinu. Hún er alltaf flott. Frida Gustavsson er líka alltaf mjög flott. Abbey er meira öðruvísi og töff en Frida er kvenleg og fáguð.
Anja Rubik er líka ein af mínum uppáhalds fyrirsætum. Hún er með flottann og afslappaðann fatasmekk.
Mér finnst þær oft fallegri á “götumyndum” en á sýningarpöllum og í blöðum. Það er svo gaman að sjá þeirra persónulega stíl og sjá að þær eru bara venjulegar konur eins og við hinar.
Hér eru nokkrar flottar fyrirsætur á góðum degi:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.