Miranda Kerr (32): Byrjuð með forstjóra SnapChat, Evan Spiegel (25)

Miranda Kerr (32): Byrjuð með forstjóra SnapChat, Evan Spiegel (25)

Miranda og Evan eru sannkallað ofurpar með áhuga á garðyrkju.
Miranda og Evan eru sannkallað ofurpar með áhuga á garðyrkju.

Victorias Secret fyrirsætan Miranda Kerr er byrjuð með forstjóra SnapChat en parið hefur sést saman að undanförnu þó fyrsta myndin hafi náðst í gær.

evanÞá fóru þau til Los Angeles og keyptu blóm á Farmers Market. Hinn heppni, Evan Spiegel, útskrifaðist úr Stanford háskóla fyrir nokkrum árum og nú starfar hann sem forstjóri SnapChat en hann stofnaði sjálfur fyrirtækið.

Miranda á fyrir fjögurra ára son með leikaranum Orlando Bloom en parið hefur verið nokkuð áberandi gegnum tíðina. Kunnugir segja að samband þeirra hafi þróast mjög hratt en forstjórinn ungi er aðeins 25 ára og þegar orðinn milljarðamæringur.

Þau byrjuðu að hittast í júní en Miranda er þegar búin að kynna hann fyrir syni sínum, mömmu og pabba. Allt á fljúgandi siglingu semsagt.

Miranda Kerr er meðal annars andlit RMS snyrtivaranna en hún er þekkt fyrir að velja lífrænu leiðina í lífinu og vera mikið fyrir jóga. Bæði munu þau Evan vera mikið fyrir garðyrkju og heilbrigðan lífsstíl.

Krúttlegt par og sætt – svo ekki sé meira sagt 🙂

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest