Ég varð alveg ástfangin af Eleven Australia vörunum þegar ég prófaði þær fyrst…
Hingað til hef ég verið frekar snobbuð þegar kemur að hárvörum og sé sannarlega ekki eftir því enda hef ég staðfasta trú á því að flestir geti haft hárið sitt fallegt og viðráðanlegt svo lengi sem maður notar réttar og góðar vörur.
Hér langar mig að fjalla um þrjár nýjungar sem ég var að prófa frá Eleven, en áður skrifaði ég um þær hér.
Miracle Hair Treament
Þessi vara er algjör hittari hjá framleiðandanum og ég er ekki hissa. Þetta er bara algjör snilld! Eftir þvott set ég nokkrar pumpur í rakt hárið og greiði í gegn. Leyfi því svo að setjast aðeins í áður en ég blæs, en eftir á verður hárið silkimjúkt og með mjög fallegan gljáa.
Ég hef líka notað þetta í hárið á eldri stelpunni minni og verð að deila því með þeim sem þekkja vandamálið að Miracle Hair Treatment svínvirkar sem flókavörn!
Miracle Hair Treatment gerir hárið ekki bara mjúkt heldur gefur því raka, kemur í veg fyrir slitna enda, er hitavörn, flókavörn, verndar hárlitinn þinn með UVA og UVB, kemur í veg fyrir skemmdir vegna klórs og sólarljóss og styrkir viðkvæmt hár.
Það má því alveg segja að virknin sé ansi mikil í vörunni.
Keep My Colour Treatment BLONDE
Ég fékk einnig að prófa fjólubláa næringu, eða Treatment, frá Eleven.
Ég hef áður notað fjólublátt sjampó og þau eru misgóð en þar sem þetta er hárnæring er kannski ekki raunhæft að gera samanburð.
Þessi næring dregur fram og viðheldur ljósum lit í hárinu án þess að gera það kalt eða hvítt. Mjög gott fyrir okkur sem viljum vera pínu basic ljóskur.
Smooth and Shine Anti Frizz Serum
Ég hef notað þessa frábæru vöru ef ég vill fá hárið mitt extra glansandi og fallegt. Finnst frábært að nota þetta serum ef ég slétti eða krulla það því hárið vill oft verða aðeins rafmagnað eftir á. Ég leyfði mömmu að prófa þetta líka en hún er með krullað og mjög frizzy hár.
Mamma bar þetta í krullurnar sínar meðan hárið var enn blautt og elskaði árangurinn af seruminu. Eða réttara sagt, hún fílaði það alveg í botn!
Ég fór í spa um daginn og notaði vörurnar þrjár og vinkonur mínar höfðu orð á því hvað það væri ótrúlega góð í sturtuklefanum! 💦 Ég leyfði þeim líka að prófa allt saman og þær voru, að sjálfsögðu, mjög hrifnar.
Eftir að hafa verið að nota vörur frá Eleven núna í nokkra mánuði þá get ég hiklaust kvittað undir og samþykkt gæði þeirra. Vörumerkið Eleven er algjörlega búið að ná mér! Góðar hárvörur og þú færð fallegt hár! Einfalt mál.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður