Mint Velvet er bresk verslun sem ég hef fylgst með í nokkurn tíma núna, og þá aðallega á Facebook. Ég myndi lýsa Mint Velvet sem “go to” verslun stórborgarskvísunnar.
Eins og flestar vinsælar fataverslanir er hægt að kaupa Mint Velvet flíkur á netinu. Mint Velvet var stofnað árið 2009 af þremur útivinnandi mæðrum; Liz, Lisu og Jane. Þær vildu skapa línu sem myndi sameina lúxus og þægindi; einskonar hversdaglega lúxus línu á viðráðanlegu verði því þeim fannst vanta slíka fatalínu á markaðinn. Hér er samantekt sem ég gerði… fallegar flíkur og flott hönnun.
Kasjúal og kúl.
Staðalbúnaður hverrar stórborgarskvísu.
Krækiberjalitur kjóll – Einn af helstu haustlitunum í ár, virkilega fallegur.
Dömukúl.
Þessir eru í miklu uppáhaldi.
Fallegir á fæti.
Meira um Mint Velvet hér.
Mint Velvet á Pinterest, Instagram, Youtube, Twitter, Google+ og MV Mag.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.