Ef þú ert á leiðinni til Osló þá er Milla Boutique verslunin til að skoða. Verslun sem er stöppuð af glamúr, vintage og handgerðum hlutum úr náttúrulegum efnum.
Milla selur fatnað, skart og flesta fylgihluti eins og rokkaðar töskur, einnig öðruvísi hluti fyrir heimilið. Það er greinilega mjög auðvelt fyrir pjattrófur að gleyma sér í skartgripadeildinni.
Hægt er að fylgjast með þeim á þessu bloggi eða gerast vinur Milla Boutique á facebook, en þar eru fleiri myndir af vörunum þeirra.
myndir fengnar að láni frá Ladybird og millas boutique.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.