Miley Cyrus fékk verðlaun fyrir myndband ársins á MTV hátíðinni sem fór fram í gær. Hún þáði þó ekki gripinn sjálf heldur gaf vini sínum Jesse.
Jesse, sem er 22 ára og hefur lengi búið á götunni tók við verðlaununum fyrir hönd Miley og hélt þakkarræðu.
Í ræðu sinni sem var afar tilfinningarík sagist hann taka við verðlaununum fyrir þær 1.6 milljónir ungmenna sem hlaupast að heiman í Bandaríkjunum og hafa ekki í nein hús að venda, hrædd og óttaslegin um líf sitt.
“Ég veit þetta af því ég er einn af þessu fólki,” sagði Jesse. “Ég hef búið í skýlum fyrir heimilislausa um alla borgina. Ég hef tekið til á hótelherbergjunum ykkar og verið statisti í myndum sem þið horfði á. Ég hef verið statisti í lífi ykkar. En þó ég hafi verið ykkur ósýnilegur hef ég deilt draumum ykkar, sömu draumum og fengu mig til ykkar í kvöld.”
Að því sögðu beindi hann aðdáendum inn á Facebook síðu Miley þar sem sjá má yfirlýsingu og hvatningu til þess að hjálpa ungum heimilislausum í Los Angeles. Þar segir Miley meðal annars:
“Þetta er bara byrjunin, en nú viljum við byggja upp ‘My friends Place’, miðstöð fyrir ungt heimilislaust fólk í Hollywood.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.