Time Magazine gaf nýverið út sinn árlega lista yfir hundrað áhrifamestu einstaklinga heims en þetta er í ellefta sinn sem listinn er birtur.
Listi þessi samanstendur aðallega af listamönnum, stjórnmálamönnum og viðskiptafólki en listafólkið er mest áberandi á listanum. Beyoncé er á forsíðu blaðsins, en í þetta sinn er 41 kona á listanum, fleiri en nokkru sinni áður en af þeim má nefna Hillary Clinton, Robin Wright og Miley Cyrus.
Yngst á listanum er aðgerðasinninn Malala Yousafzai, sem er sextán ára gömul, en elstur er fjárfestirinn og viðskiptamógúllinn Carl Icahn, 78 ára.
Þá eru Edward Snowden einnig á listanum, Pharrell Williams,Vladímír Pútín, og körfuboltamaðurinn Jason Collins á listanum, en hann komst í heimspressuna á árinu þegar hann kom út úr skápnum.
Skoðaðu allann listann hér, og hvað finnst þér? Hefur þetta fólk áhrif á þitt líf? Það er aldrei að vita…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.