Miley Cyrus hefur gert lítið annað en að hneyksla börn og foreldra um gervallann heim upp á það síðasta.
Segja má að umskiptingur hafi hlaupið í stelpuna þegar hún ákvað að klippa á sér hárið í fyrra en þá lét hún síðu lokkana fjúka fyrir sæta pixie klippingu. Í kjölfarið varð hún einhverskonar villingur og kórónaði svo allt með myndbandinu við Wreckin Ball og klámfenginni myndatöku með Terry Richardsson nú í haust.
En unglingastjarnan Miley Cyrus hefur ekki alltaf verið svona… svo sannarlega ekki. Hér má sjá skemmtilegt myndasafn af Miley, fyrir og eftir að villingurinn hljóp í hana.
Bangsar
Miley hefur alltaf verið svolítið hrifin af mjúkdýrum en þetta hefur fengið að þróast sem annað í lífi dömunnar. Hér er hún til hægri með bangsanum stóra, rétt fyrir útsendingu á VMA en myndin til hægri er tekin í sjónvarpsþætti 2008.
Kökur
Í afmæli hjá fyrrverandi kærastanum Liam Hemsworth í fyrra, en til hægri á sextán ára afmælisdaginn sinn 2008.
Í sjónvarpinu
Miley ‘twerkaði’ sig í gegnum Seacrest myndverið í mars á þessu ári en árið 2009 tók hún lagið með pabba sínum í Good Morning America.
Miley og Mikki
Þau eru auðvitað bestu vinir og verða það alltaf enda bæði Disney börn. Til vinstri er Miley á leið í partý hjá Marc Jacobs, til vinstri er hún að tjútta með Mikka mús.
Náttfötin
Miley hefur aldrei þótt neitt tiltökumál að skreppa út á náttfötunum. Til vinstri á einhyrnings inniskóm síðasta vor en til hægri á leið í pilates tíma árið 2009.
Forsíðustúlka
Stemmningin í forsíðumyndatökunum aðeins búin að breytast. Miley húðflúruð með lekandi maskara framan á nýlegu Rolling Stone, en sakleysið uppmálað aðeins fimm árum áður.
Tungan út!
Miley hefur sagt að sér þyki vandræðalegt að brosa á myndum, það liggi frekar beint við að reka út úr sér tunguna. Þetta er greinilega ekkert nýtt því eldri myndin er tekin árið 2008.
Hangandi
Að lokum, stóra dramað, Miley hangandi í keðju á kúlu, kviknakin í hermannaskóm í myndbandinu fyrir Wrecking Ball, og svo í hlutverki Hannah Montana að sveifla sér í kaðli á heimaslóðum í Tennessee.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.