Milena Markovna Kunis eða Mila Kunis eins og við þekkjum hana er ein af þeim Hollywood stjörnum sem ég hef mjög gaman af að fylgjast með og er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Hún er fædd í Úkraínu þann 14 Ágúst 1983 og hóf leiklistar feril sinn mjög snemma, aðeins 9 ára gömul en hún ásamt fjölskyldu sinni fluttu til Los Angeles þegar hún var 7 ára. Mila er þekktust fyrir leik sinn á þáttunum The 70’s Show, Forgetting Sarah Marshall, The book of Eli, Black Swan og Friends with Benefits.
Mila Kunis er að mínu mati alltaf rosalega flott til fara og er förðun hennar nánast alltaf gallalaus og er athyglinni yfirleitt beint að augunum hennar og er þá brúnn, kopar og svartur oftast fyrir valinu.
Það má með sanni segja að Mila Kunis sé ein af þeim fegurstu í bransanum.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.