Í gærkvöldi horfði ég á heimildarmynd um Rolling Stones. Það kemur tónlist þeirra nákvæmlega ekkert við en þeir líktust mest dansandi beinagrindum á sviðinu, æðaberir og trylltir. Það mátti til dæmis sjá móta fyrir höfuðkúpunni á Mick Jagger í hrukkóttu andlitinu.
Það ku vera alveg satt að Mick Jagger reyni í örvæntingu að teyga Guinness bjór til að bæta á sig nokkrum aukakílóum en þessi annars myndarlegi maður er svipur hjá sjón frá því sem áður var enda vart annað en skinn og bein.
Þessi flotti poppari vegur eitthvað um 63,5 kg og getur víst með engu móti þyngt sig. Skyldi engan undra miðað við hvernig hann djöflast og dansar á sviðinu.
Sjálfur segir Jagger: “Ég er að reyna að þyngjast um eitt kíló. Það er markmiðið hjá mér en ég hef bara dansað svo mikið og er í stífri þjálfun.”
Í myndinni var svo skotið inn gömlum upptökum þar sem Rolling Stones voru að hefja feril sinn, ungir og flottir, þó þeir væru líka grannir.
Málið er bara að ungt fólk ber það betur að vera grannt, húðin þolir það og með aldrinum er svo miklu fallegra að hafa kílóin til að fá fyllingu í andlitið. Mick mætti kannski prófa aðrar aðferðir en Guinnes?
Hér sjást nokkrar myndir Mick ‘inum mjóa…
Smelltu hér til að stækka:
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.