Söngvari The Rolling Stones og goðsögn rokksins, Mick Jagger, er orðinn langafi í fyrsta sinn.
21 árs gömul dótturdóttir Jagger, Assisi Jackson, eignaðist stúlkubarn um síðustu helgi.
Stúlkan var fyrsta barn Jackson og kærasta hennar, Alex Kay, og um leið fyrsta langafabarn Jagger.
Dóttir Jagger, Jade, eignaðist Jackson þegar hún var aðeins tvítug.
Jagger á í heildina sjö börn (sem fjölmiðlar geta talið).
Ekki eru nema tveir mánuðir síðan Jagger missti unnustu sína, L’Wren Scott, en hún féll fyrir eigin hendi.
Daman var komin í mikla skuldasúpu og gat ekki lifað með skömminni.
Það skiptast sannarlega á skin og skúrir í lífi Jaggers á þessu ári.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.